scholarly journals Nýtt þekkingarsvið. Ástarrannsóknir

Ritið ◽  
2021 ◽  
Vol 21 (2) ◽  
Author(s):  
Torfi Tulinius ◽  
Berglind Rós Magnúsdóttir ◽  
Guðrún Steinþórsdóttir

Undanfarin ár hefur áherslan í hug- og félagsvísindum orðið æ meir á svið tilfinninga. Hefur þetta verið nefnt „tilfinningabeygjan“ í akademískum rannsóknum (e. emotional turn). Þema þessa heftis eru tilfinningar sem kenndar er við rómantíska eða kynferðislega ást eins og hún birtist í ríkjandi orðræðu og/eða andófi gegn henni í sögulegu og samtímalegu samhengi. Heftið er ekki síst hugsað til að vekja upp þetta unga rannsóknarsvið hérlendis, en í raun má segja að það hafi ekki enn almennilega numið land þótt einn af frumkvöðlunum sé íslensk fræðikona.

Sign in / Sign up

Export Citation Format

Share Document