scholarly journals Fæðingar og foreldraorlof. Aðdragandi, breytingar og árangur laga sem er ætlað að stuðla að orlofstöku beggja foreldra

2021 ◽  
Vol 17 (2) ◽  
pp. 235-260
Author(s):  
Ásdís A. Arnalds ◽  
Guðný Björk Eydal ◽  
Ingólfur V. Gíslason

Í maí 2000 samþykkti Alþingi einróma lög nr. 95/2000 um fæðingar- og foreldraorlof. Lögin fólu í sér afar róttækar breytingar á aðstæðum nýbakaðra foreldra. Samkvæmt markmiðum laganna áttu þau að stuðla að því að börn nytu samvista við foreldra sína og auðvelda konum og körlum að samþætta atvinnuog fjölskyldulíf. Þessi lög voru í gildi þar til heildarendurskoðun leiddi til laga nr. 144/2020. Í þessari grein er spurt að hvaða leyti löggjöfin hafi náð hinu tvíþætta markmiði. Gögn, sem aflað með könnunum meðal foreldra á fjórum tímapunktum yfir tæplega 20 ára tímabil, voru nýtt til að greina breytingar á þátttöku mæðra og feðra í umönnun fyrsta barns og breytingar á vinnumarkaðsþátttöku mæðra og feðra ári fyrir fæðingu barnsins og þar til það nær þriggja ára aldri. Niðurstöður sýna að frá gildistöku laganna hafa feður aukið þátttöku sína í umönnun barna sinna og dregið hefur saman með foreldrum hvað varðar atvinnuþátttöku og vinnutíma.

Sign in / Sign up

Export Citation Format

Share Document