Tímarit um uppeldi og menntun
Latest Publications


TOTAL DOCUMENTS

52
(FIVE YEARS 34)

H-INDEX

1
(FIVE YEARS 1)

Published By The Educational Research Institute

2298-8408, 2298-8394

2022 ◽  
Vol 30 (2) ◽  
pp. 45-65
Author(s):  
Auður Magndís Auðardóttir ◽  
Flora Tietgen ◽  
Katrín Ólafsdóttir

2022 ◽  
Vol 30 (2) ◽  
pp. 67-87
Author(s):  
Valgerður S. Bjarnadóttir ◽  
Guðrún Ragnarsdóttir

Markmið rannsóknarinnar sem grein þessi fjallar um er að öðlast skilning á veruleika tveggja fámennra framhaldsskóla utan höfuðborgarsvæðisins, gildi þeirra í nærsamfélaginu, stöðu þegar kemur að samkeppni um nemendur og leiðum til að styrkja tilvist sína, með staðarsamhengi þeirra í huga. Greinin er byggð á viðtölum við stjórnendur, kennara og nemendur í skólunum tveimur og varpar því ljósi á viðfangsefnið frá mismunandi sjónarhornum. Niðurstöður benda til þess að skólarnir séu mikilvægir samfélaginu, enda þjóna þeir nemendum á svæðunum, halda uppi menntunarstigi og eru með stærri vinnustöðum í viðkomandi byggðarlögum. Reynt var að virkja tengsl við atvinnulíf við skipulag námsframboðs og kennslu og nærumhverfið og náttúran var nýtt til að dýpka nám nemenda og tengja það við raunveruleikann. Viðmælendur bentu á ýmsar áskoranir sem tengdust smæð og staðsetningu skólanna, einkum út frá rekstrarforsendum og námsframboði. Í framhaldsskólaumhverfi sem gerir ráð fyrir að skólar keppi um nemendur er ljóst að báðir skólarnir voru í brothættri stöðu og þurftu stöðugt að leita nýrra tækifæra til að viðhalda nemendafjölda.


2022 ◽  
Vol 30 (2) ◽  
pp. 135-165
Author(s):  
Gísli Gylfason ◽  
Gylfi Zoega

Þessi grein lýsir stöðu nemenda eftir kyni innan íslenska menntakerfisins og frammistaða kynjanna er borin saman. Spurt er hvort markverður munur sé á frammistöðu drengja og stúlkna. Í ljós kemur að í grunnskóla standa stúlkur drengjum að meðaltali framar á samræmdum prófum í íslensku og drengir eru í miklum meirihluta þeirra tíu prósenta sem standa sig illa. Kynjamunurinn er mikill í alþjóðlegum samanburði. Í framhaldsskólum er brottfall drengja um 50% meira en stúlkna, bæði í bóknámi og starfsnámi, en endurkoma beggja kynja er sem betur fer talsverð. Stúlkur eru í meirihluta meðal stúdenta og um 2/3 þeirra sem ljúka háskólanámi. Þær eru í miklum meirihluta á sviði hugvísinda, heilbrigðisvísinda og á flestum sviðum félagsvísinda. Drengir eru í meirihluta í greinum verkfræði, stærðfræði og eðlisfræði, sagnfræði og heimspeki. Konur eru að meðaltali með hærri einkunn á fyrsta ári í Háskóla Íslands, sem skýrist einkum af lægri brottfallstíðni.


2022 ◽  
Vol 30 (2) ◽  
pp. 115-133
Author(s):  
Snæfríður Þóra Egilson ◽  
Sigrún Kristín Jónasdóttir
Keyword(s):  

Markmið þessarar greinar er að fjalla um algilda hönnun (e. universal design) í fræðilegu samhengi og með skírskotun í rannsóknir höfunda. Sjónum er einnig beint að stefnumótandi skjölum um algilda hönnun hér á landi. Algild hönnun er byggð á gildum um jafnræði og jafna möguleika til þátttöku í samfélaginu. Lögð er áhersla á að koma til móts við mannlegan margbreytileika, það er fólk með mismunandi eiginleika, hæfni og takmarkanir. Framan af beindust áherslur algildrar hönnunar fyrst og fremst að manngerðu umhverfi en í auknum mæli er nú einnig litið til félagslegs umhverfis, stefnumótunar, verklags og viðhorfa. Enn fremur hefur áhersla á notagildi umhverfis, vöru og þjónustu aukist. Síðustu ár hafa mannréttindaáherslur einkennt umfjöllun um hugtakið og með innleiðingu samnings Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks hafa hérlend stjórnvöld lýst yfir stuðningi við algilda hönnun í íslensku samfélagi. Þótt hér sé fyrst og fremst fjallað um hugtakið í tengslum við fötlun hefur það mun víðtækari skírskotun, eins og fram kemur í greininni.


2022 ◽  
Vol 30 (2) ◽  
pp. 89-114
Author(s):  
Rannveig Oddsdóttir ◽  
Hrafnhildur Ragnarsdóttir

Markmið þessarar rannsóknar voru að skoða hvernig stafaþekking íslenskra barna þróast frá 4–6 ára aldurs, hvort börn læra fyrr að þekkja tiltekna stafi en aðra, hvort stafaþekking tengist félags- og menningarlegum bakgrunni, lestrarumhverfi á heimili eða málþroska barnanna og hvað einkenni þann hóp barna sem ekki hefur náð viðunandi tökum á stafaþekkingu við lok 1. bekkjar. Fylgst var með þróun stafaþekkingar hóps barna yfir þriggja ára tímabil og aflað upplýsinga um málþroska þeirra, menntun foreldra og lestrarumhverfi á heimilum. Niðurstöður sýndu að stafaþekking barnanna var komin vel á veg við 4 til 5 ára aldur. Yngstu börnin þekktu helst stafi sem hafa persónulega merkingu fyrir þeim, svo sem sinn eigin staf og stafi annarra fjölskyldumeðlima. Fylgni var á milli stafaþekkingar, menntunar foreldra, tekna fjölskyldunnar, málþroska barnanna og þess hvort foreldrar beindu athygli barna að stöfum þegar lesið var fyrir þau. Sá hópur barna sem hafði ekki enn náð góðum tökum á stafaþekkingu við lok 1. bekkjar var marktækt lægri á öllum mælingum á málþroska en þau börn sem höfðu náð góðum tökum á stafaþekkingu. Það er vísbending um að huga þurfi að fleiri þáttum í færni þessara barna en stafaþekkingunni einni til að byggja undir læsi þeirra til framtíðar.


2022 ◽  
Vol 30 (2) ◽  
pp. 3-27
Author(s):  
Birna María Svanbjörnsdóttir ◽  
Sigríður Margrét Sigurðardóttir ◽  
Trausti Þorsteinsson ◽  
Hermína Gunnþórsdóttir ◽  
Jórunn Elídóttir

Markmið rannsóknarinnar var að kanna hvernig skólaþjónusta sveitarfélaga stæði að því að tryggja kennurum og skólastjórnendum stuðning til starfsþróunar og að efla skóla sem faglegar stofnanir, sem þeim ber samkvæmt lögum. Rafræn spurningakönnun var lögð fyrir skólastjóra leik- og grunnskóla og þá sem voru í forsvari fyrir skólaþjónustu í sveitarfélögum á Íslandi. Til að fylgja spurningakönnuninni eftir voru valin fimm tilvik og þau rannsökuð sérstaklega. Niðurstöður benda til þess að ekki sé jafnvægi milli meginviðfangsefna skólaþjónustunnar, sem eru að styðja nemendur og foreldra annars vegar og starfsþróun kennara, stjórnenda og annars starfsfólks hins vegar. Margt bendir til þess að skólaþjónustuna skorti skýrari stefnu um skólamiðaða ráðgjöf þar sem betur er skerpt á hlutverki hennar í því að efla og þróa skólana sem faglegar stofnanir og uppfylla þar með reglugerðarákvæði. Í því skyni þurfa yfirvöld og fræðslustjórar að hafa samráð um áherslur og leiðir og tryggja heildstæða þjónustu með áherslu á starfsþróun og skólamiðaða ráðgjöf fyrir starfsfólk skóla í samstarfi við kennara og skólastjórnendur.


2022 ◽  
Vol 30 (2) ◽  
pp. 167-184
Author(s):  
Júlí Ósk Antonsdóttir ◽  
Ragnheiður Elfa Þorsteinsdóttir ◽  
Anna Ólafsdóttir

Um miðja nítjándu öld komu fram í Danmörku hugmyndir um annars konar nám en hefðbundið bóknám fyrir ungmenni landsins. Á grunni þeirra voru stofnaðir skólar í Danmörku sem nefndir voru lýðháskólar. Breiddust þeir hratt út á Norðurlöndum en festu ekki rætur á Íslandi með sama hætti. Samt sem áður hefur hugmyndafræði lýðháskólanna lifað hér á landi. Hafa tveir skólar verið stofnaðir á grunni hennar á undanförnum árum og sumarið 2019 gengu í gildi hér á landi lög um lýðskóla. Markmið greinarinnar er að varpa ljósi á aðdraganda, tilurð og inntak laganna. Fjallað er um hugmyndafræðilegan bakgrunn og sögu lýðháskólanna og gerð grein fyrir lögum sem um þá gilda í Noregi og Danmörku. Helstu ályktanir höfunda eru þær að lög um lýðskóla á Íslandi marki tímamót því með þeim fá skólarnir formlega lagalega viðurkenningu að uppfylltum skilyrðum. Á hinn bóginn geti það skapað rekstrarlega óvissu að opinber stuðningur til þeirra skuli ekki vera tryggður með lögum.


2022 ◽  
Vol 30 (2) ◽  
pp. 185-207
Author(s):  
Ingólfur Gíslason ◽  
Berglind Gísladóttir

Erlendar rannsóknir hafa sýnt að algengt er að kennaranemar um allan heim hafi neikvæðar tilfinningar gagnvart stærðfræði og neikvæða mynd af sjálfum sér sem stærðfræðiiðkendum Í þessari rannsókn er sjónum beint að viðhorfum íslenskra kennaranema til stærðfræði og hvernig þau viðhorf mótast og þróast yfir tíma. 76 nemendur á öðru ári í kennaranámi skrifuðu um tilfinningar sínar og reynslu sem nemendur í stærðfræði allt frá grunnskóla til háskóla. Nemendur voru meðal annars beðnir að segja frá bæði bestu og verstu minningum úr stærðfræðinámi sínu og setja fram graf sem lýsti tilfinningum þeirra til fagsins gegnum lífið. Reynslan sem sögurnar lýstu var margvísleg, allt frá því að aldrei hafði sést til sólar í stærðfræðináminu til þess, sem sjaldgæfara var, að stærðfræðinámið hafði gengið vel frá upphafi. Allmennt sýndu niðurstöður þó að það sem einkenndi viðhorf margra kennaranema til stærðfræði var neikvæð tilfinningaleg afstaða, festuhugarfar og tækniskilningur.


2022 ◽  
Vol 30 (2) ◽  
pp. 29-43
Author(s):  
Jóhann Björnsson

Grein þessi er byggð á reynslu höfundar af kennslu grunnskólabarna á unglingastigi, umræðu fagfólks og lestri stefnumótandi plagga um menntamál. Tvær megináherslur í menntun sem togast á eru skoðaðar, en það er annars vegar menntun sem tilvistarverkefni og hins vegar menntun þar sem áhersla er á góðan árangur í námsgreinum. Þegar menntamál eru annars vegar, hvort sem það er í virku skólastarfi eða í stefnumótandi plöggum, eins og aðalnámskrá grunnskóla, má ávallt finna ákveðna sýn á hvað það er að vera manneskja og hvað menntun er. Rætt er um þessa sýn sem er ekki alltaf augljós. Í þessari grein er lesendum boðið upp á samtal um hugtökin menntun og manneskja og mikilvægi þess ítrekað að skólastjórnendur, kennarar og aðrir sem standa að skólastarfi ígrundi og ræði menntaheimspekilegar spurningar. Það er af hinu góða að stefnumótandi plögg í menntamálum, eins og aðalnámskrá, séu ekki ofurskýrir og óhagganlegir leiðarvísar um skólastarf heldur krefjist ávallt virkrar ígrundunar og túlkunar. Mikilvægt er að „stóru spurningarnar“ sem eru menntaheimspekilegs eðlis verði hvorki út undan í skólastarfi né í menntamálaumræðunni. Þegar hugtökin menntun og manneskja eru skoðuð í aðalnámskrá grunnskóla leiða þau mann að menntun sem tilvistarverkefni og hugtökum tengdum því, eins og ábyrgðarhugtakinu. Þar kemur fram skýr krafa um að nemendur séu ábyrgir einstaklingar og að menntun í skólum stuðli að ábyrgð. Til þess að uppfylla þá kröfu er mikilvægt að virk ígrundun og rökræða menntaheimspekilegra viðfangsefna fái verulegt vægi í skólastarfi.


2021 ◽  
Vol 30 (1) ◽  
pp. 1-25
Author(s):  
Freydís Jóna Freysteinsdóttir ◽  
Ingibjörg Þórðardóttir ◽  
Sigurlína Davíðsdóttir ◽  
Sigurgrímur Skúlason

Markmið rannsóknarinnar var að kanna árangur af reiðistjórnunarúrræðinu ART. Mat á árangri ART byggðist á svörum frá tólf börnum, tíu foreldrum þeirra og tólf kennurum þeirra. Notaðir voru ASEBA-listar sem eru skimunarlistar og mæla ýmis vandkvæði, fyrir og eftir ART, til að meta árangur úrræðisins. Marktækt færri vandkvæði komu fram hjá börnunum eftir ART en fyrir meðferðina. Að mati barnanna hafði árásarhneigð þeirra minnkað og dregið hafði úr hegðunarvanda þeirra og andstöðu við reglur. Að mati foreldra og kennara hafði almennt dregið úr einkennum sem tengdust hegðun og líðan. Einnig hafði dregið úr kvíða, félagslegum vandkvæðum, árásarhneigð, hegðunarvanda og andstöðu við reglur. Þar sem ekki var um samanburðarhóp að ræða er þó erfitt að fullyrða um að sá árangur sem náðist sé eingöngu úrræðinu að þakka.


Sign in / Sign up

Export Citation Format

Share Document